Stella Maris

Maríukirkja

 

Trúfrćđslurit Kaţólsku Kirkjunnar

 

 

FYRSTI HLUTI: TRÚARJÁTNINGIN

ANNAR ŢÁTTUR - JÁTNING KRISTINNAR TRÚAR - TRÚARJÁTNINGARNAR

185. (171, 949) Hver sá sem segir: “Ég trúi”, segir samtímis: “Ég gef samţykki mitt viđ ţví sem viđ trúum.” Samfélag í trú ţarf á ađ halda sameiginlegri tungu trúarinnar sem gefur öllum sömu forskriftina og sem sameinar alla í sömu játningu trúarinnar.

186. Ţegar í upphafi lét hin postullega kirkja í ljós trúna og lét hana ganga ađ erfđum međ stuttri og fastmótađri forskrift fyrir alla. [1] En mjög fljótlega vildi kirkjan einnig ađ samfelld og auđskilin ágrip yrđu gerđ yfir grundvallarţćtti trúar hennar međ ţá sem biđu skírnar sérstaklega í huga:

Ţessi samruni trúarinnar var ekki gerđur til ađ samrćmast mannlegum skođunum, heldur var ţví allra mikilvćgast safnađ saman úr Ritningunni til ađ koma á framfćri í heild sinni hinni einu kenningu trúarinnar. Og líkt og mustarđskorniđ sem geymir fjölda greina í örlitlu korni, ţannig inniheldur ţetta yfirlit trúarinnar í fáeinum orđum alla ţekkinguna á hinni sönnu trú sem Gamla og Nýja testamentiđ geymir. [2]

187. Slíkir samrunar eru kallađir “trúarjátningar” ţar sem ţeir draga saman trúna sem kristnir menn játa. Ţeir kallast credo (“ég trúi”) sem er venjulega fyrsta orđ ţeirra á latínu. Ţeir eru einnig kallađir “tákn (symból) trúarinnar”.

188. Gríska orđiđ symbolon merkir annan helming af brotnum hlut, til dćmis innsigli, er notađur var sem tákn um viđurkenningu. Helmingurinn var ţannig skeyttur saman viđ hinn hlutann til ađ sannreyna hver handhafi hans vćri. Tákn trúarinnar er ţví tákn um viđurkenningu og samfélag ţeirra sem trúa. Symbolon ţýđir einnig samantekt, ágrip eđa útdrátt. Tákn trúarinnar er ágrip af meginsannleika trúarinnar og er ţannig fyrsti liđur og grundvallaratriđi í kennslu trúfrćđslunnar.

189. (1237, 232) Fyrsta “játning trúarinnar” fer fram viđ skírnina. Tákn trúarinnar er fyrst og fremst trúarjátning skírnarinnar. Úr ţví ađ skírnin er gerđ “í nafni Föđurins, Sonarins og hins Heilaga Anda”, [3] er sannleikur trúarinnar sem játađur er í skírninni fram settur međ tilvísun til hinna ţriggja persóna heilagrar ţrenningar.

190. Og ţví er trúarjátningunni skipt í ţrjá hluta: “Fyrsti hlutinn fjallar um fyrstu guđdómlegu persónuna og undursamlegt sköpunarverkiđ; sá nćsti fjallar um ađra guđdómlegu persónuna og leyndardóm endurlausnar hennar á mönnunum; lokahlutinn fjallar um ţriđju guđdómlegu persónuna, sem er upphaf og uppspretta helgunnar okkar.” [4] Ţetta eru “hinir ţrír kaflar [skírnar]innsiglis okkar”. [5]

191. “Ţessir ţrír hlutar eru ađgreindir enda ţótt ţeir tengist hver öđrum. Viđ köllum ţá atriđi eđa liđi eftir samlíkingu sem kirkjufeđurnir notuđu oft. Ţví ađ međ sama hćtti og limir líkama okkar hafa vissa liđi sem ađgreina og ađskilja ţá, hefur í ţessari trúarjátningu heitiđ “atriđi” (eđa “liđir”) veriđ réttilega gefiđ og međ vissu öllum ţeim sannleika sem viđ eigum einkum og sér í lagi ađ trúa.” [6] Samkvćmt fornri trúarhefđ, sem ţegar var viđ líđi hjá heilögum Ambrósíusi, var ţađ sömuleiđis venja ađ hafa atriđi trúarjátningarinnar tólf og láta ţannig fjölda postulanna tákna fullnustu hinnar postullegu trúar. [7]

192. Allt í gegnum aldirnar hafa margar játningar eđa tákn trúarinnar veriđ settar fram til ađ bregđast viđ ţörfum hinna ólíku tímabila: trúarjátningar hinna ýmsu kirkna postulatímans og frumkirknanna, [8] til dćmis Quicumque, einnig kölluđ Aţanasíusarjátningin; [9] trúarjátningar sumra kirkjuţinga, eins og í Toledo, Lateran, Lyons og Trent, [10] eđa einnig sumra páfa eins og Fides Damasi [11] eđa Trúarjátning Guđs lýđs eftir Pál VI. [12]

193. Ekki má líta svo á ađ trúarjátningar sem fram komu á mismunandi tímabilum í lífi kirkjunnar séu úreltar eđa ađ ţćr komi ađ litlum notum. Ţćr hjálpa okkur í dag viđ ađ öđlast og dýpka trú allra tíma međ hinum ýmsu samantektum sem gerđar hafa veriđ af henni. Međal allra trúarjátninganna eru tvćr sem skipa sérstakan sess í lífi kirkjunnar:

194. Postullega trúarjátningin er svo nefnd vegna ţess ađ hún er međ réttu talin vera áreiđanlegt ágrip af trú postulanna. Hún er hiđ forna skírnartákn kirkjunnar í Róm. Myndugleiki hennar er mikill ţví ađ “hún er trúarjátning Rómarkirkjunnar, kirkjunnar ţar sem Pétur, fremstur postulanna, sat, ţangađ sem hann kom međ hina almennu trú”. [13]

195. (242, 245, 465) Níkeu-Konstantínópel eđa Níkeujátningin hefur mikinn myndugleika fyrir ţá stađreynd ađ hún er ađ stofni til frá fyrstu tveimur almennu kirkjuţingunum (325 og 381). Allt fram á ţennan dag er hún í almennri notkun í öllum hinum merku kirkjum í Austri og Vestri.

196. Kynning okkar á trúnni mun fylgja postullegu trúarjátningunni ţar sem hún myndar svo ađ segja “elstu rómversku trúfrćđsluna”. En kynningin verđur engu ađ síđur fullgerđ međ stöđugri vísan til Níkeujátningarinnar sem er oft skýrari og ítarlegri.

197. (1064, 1274) Međ sama hćtti og á skírnardegi okkar, ţegar allt okkar líf var faliđ “ţeirri kenningu”, [14] skulum viđ taka viđ trúarjátningujátningu lífsgefandi trúar okkar. Ađ fara međ trúarjátninguna af trú er ađ ganga til samfélags viđ Guđ, Föđur, Son og Heilagan Anda og einnig viđ alla kirkjuna sem lćtur trúna ganga til okkar enda trúum viđ í fađmi hennar: Ţessi trúarjátning er hiđ andlega innsigli, hugleiđsla hjarta okkar og vörđurinn sem ávallt vakir; hún er tvímćlalaust fjársjóđur sálar okkar. [15]

Nćsti kafli


Óopinber útgáfa © Reynir K. Guđmundsson ţýddi Bráđabirgđaţýđing


 1. Sbr. Rm 10:9; 1Kor 15:3-5, o.s.frv.
 2. Hl. Kýril frá Jerúsalem, Catech. illum. 5, 12: PG 33, 521-524.
 3. Mt 28:19.
 4. Rómverska trúfrćđsluritiđ, I, 1, 3.
 5. Hl. Íreneus, Dem. ap. 100: SCh 62, 170.
 6. Rómverska trúfrćđsluritiđ, I, 1, 4.
 7. Sbr. hl. Ambrósíus, Expl. symb. 8.
 8. Sbr. DS 1-64.
 9. Sbr. DS 75-76.
 10. Sbr. DS 525-541; 800-802; 851-861; 1862-1870.
 11. Sbr. DS 71-72.
 12. Páll VI, CPG (1968).
 13. Hl. Amrósíus, Expl. symb. 7: PL 17, 1196.
 14. Rm 6:17.
 15. Hl. Ambrósíus, Expl. symb. 1: PL 17, 1193.