
Blessuð Teresa frá Kalkútta
"Í brosi Móður Teresu, hreyfingum hennar og orðum, gekk Jesús enn á ný um götur þessa heims eins og miskunnsami Samverjinn og heldur því áfram í Kærleiksboðberunum, sem mynda hina stóru fjölskyldu sem hún stofnaði. Við þökkum sonum og dætrum Móður Teresu fyrir að svara svo róttækt kalli Guðspjallsins og biðjum fyrir þeim, að þau megi ætíð vera trú þeirri gjöf og náð sem hinn Heilagi Andi tendraði í hjarta stofnanda reglunnar. Gleymum ekki hinu stórkostlega fordæmi sem Móðir Teresa sýndi .............."
(JPII)
Móðir Teresa lést 5. september 1997 í klaustri sínu í Kalkútta á Indlandi. Hún var 87 ára gömul. Undir venjulegum kringumstæðum hafði það ekki verið hægt að hefja rannsóknarferilinn fyrr en fimm árum eftir dauða hennar. Eigi að síður, og eins sem viðurkenning á hinni gríðarlega miklu ást sem fólk ber til Móður Teresu, skírskotaði hinn heilagi Faðir til æðri máttarvalda um að ganga fram hjá hefðbundnum reglum í hennar tilfelli og gera þannig mögulegt að taka Móður Teresu svo skjótt í tölu blessaðra.
Eftir því sem ferlinum varðandi "blessun" Móður Teresu hefur undið fram, hafa leyndar hliðar á innra lífi hennar komið fram í dagsljósið. Við getum ekki almennilega skilið hana án þess að vita eitthvað um andlega (mystíska) reynslu hennar.
Eftirfarandi orð Móður Teresu sýna nokkuð af þeirri miklu, óþægilegu reynslu, sem hún varð fyrir, þegar Jesús bað hana að gera eitthvað mjög sérstakt fyrir hann:
"Hvernig gat ég farið?" skrifaði hún. "Ég hef verið og er mjög hamingjusöm sem Loreto nunna. Að yfirgefa það sem ég elska og útsetja sjálfa mig fyrir nýju erfiði og þjáningum, sem verða miklar, að verða aðhlátursefni margra ... að "faðma" og velja með ráðnum hug hið erfiða hlutskipti indverks lífs, einmanaleika, óvissu. Og allt vegna þess að Jesús vill þetta, af því að eitthvað kallar á mig að yfirgefa allt og safna saman nokkrum til þess að lifa lífi hans, að vinna hans starf á Indlandi."
Í bænum Móður Teresu, var Jesús stöðugt að spyrja hana, sérstaklega í messunni: "Ætlar þú að neita mér? Þegar málið snérist um sál þína, var ég ekki að hugsa um mig sjálfan, heldur gaf ég þér sjálfan mig af frjálslum vilja á krossinum og núna, hvað um þig? Ætlar þú að neita mér?"
Móðir Teresa sagði ekki nei við Jesú. Afleiðingar þessarar ákvörðunar hafa breytt lífi milljóna manna um allan heim. Þetta "já" sem Móðir Teresa gaf Jesú af hjartans einlægni, hefur einnig snert okkur hér á Íslandi.
Mættum við, hvert og eitt okkar, líka hafa hugrekki til þess að segja af hjartans einlægni "já" í hvert sinn sem Jesús biður okkur um eitthvað.
Ég óska systrunum okkar hjartanlega til hamingju með daginn og saman við hlökkum til þess tíma er hún verður tekin í dýrlingatölu. Blessuð Teresa frá Kalkútta, bið fyrir oss.
Séra Denis September 2004