Stella Maris

Maríukirkja

Prédikun séra Denis, 27. mars 2005

Páskadagur

Ţegar Jesús dó á Golgata, var sem ljós hefđi slokknađ í heiminum. Ţetta átti sérstaklega viđ um nánustu vini hans, postulana. Jesús hafđi veriđ ţeim sannur vinur, hafđi veitt ţeim styrk og uppörvun og gleđi. Hann hafđi kennt ţeim svo margt undursamlegt, sérstaklega um hinn sanna tilgang lífsins hér á jörđinni og hvernig eigi ađ öđlast eilíft líf.

Jesús var dáinn og lá í gröfinni. Og fylgismenn hans voru tvístrađir. Ljósiđ í lífi ţeirra var slokknađ; ţeir voru í myrkri. Ţeir gátu ekki séđ neitt, ekki skiliđ neitt. Lífiđ hafđi allt í einu glatađ fyllingu sinni, orđiđ tilgangslaust. Eftir voru ađeins ótti, áhyggjur, ţjáning og dauđi.

Ţá rann upp páskadagsmorgunn. Og hinar ótrúlegur fregnir; gröfin var tóm og Jesús var upprisinn. Hann var lifandi og hann hafđi sigrađ dauđann.

Jesús hefur sýnt ţađ, ađ dauđinn er ekki endir allra hluta, heldur dauđinn er, fylgismönnum Jesú, hliđ hins eilífa lífs. Ţess vegna er lífiđ ţrátt fyrir mótlćti og vonbrigđi, samt sem áđur ţess virđi, ađ ţví sé lifađ. Viđ sjáum sársauka og ţjáningu í nýju ljósi. Ef viđ tökum fúslega á móti ţessum byrđum, getur Jesús sameinađ ţćr ţjáningu sinni og notađ til ţess ađ endurleysa sálir.

Hversu miklar sem ţjáningar okkar eru og vonbrigđi, er ţađ í raun og veru lítiđ gjald fyrir ţađ ađ fá ađ njóta eilífrar sćlu međ Jesú. Heilagur Páll sagđi, ţegar honum hafđi birst sýn um himnaríki: "Ég hygg, ađ ekki séu ţjáningar ţessa tíma neitt í samanburđi viđ ţá dýrđ, sem á oss mun opinberast" (Róm. 8: 18).

Upprisa Jesú frá dauđum er mesta hátíđ kaţólsku kirkjunnar og lýkur ekki fyrr en á hvítasunnudag. Dagarnir fimmtíu frá páskadegi til hvítasunnu eru haldnir hátíđlegir sem einn hátíđisdagur, "sunnudagurinn mikli." Upprisa hans er undirstađan undir trú okkur og von.

Í páskavökunni minnumst viđ sigurs Jesú á synd og dauđa, en einnig upprisu okkar úr gröf syndarinnar fyrir skírnina. Í skírninni var hinn illi óvinur sigrađur í okkur, viđ vorum grafnir međ Jesú og risum upp til hins nýja lífs Guđsbarna. Gjörđumst viđ ţá hluttakendur í upprisu Jesú, sem viđ minnumst međ ţakklćti núna.

Í byrjun páskavökunnar eru ljósin í kirkjunni slökkt, og táknar ţađ myrkur syndanna, sem hiđ óendurleysta mannkyn lifđi í fyrir upprisu Jesú. Nýi eldurinn og páskakertiđ, sem eru vígđ og kveikt á, tákna upprisu Jesú, sem rak burt myrkur syndarinnar. Allir kveikja á kertum sínum frá páskakertinu og láta međ ţví í ljós, ađ ţeir hafi orđiđ hluttakendur í ljósi upprisunnar fyrir skírnina.

Af ţví ađ hann er upprisinn frá dauđum ćttum viđ ađ gleđjast í dag.