Stella Maris

Maríukirkja

Prédikun séra Denis, Sunnudag 2. mars 2003

Í ţessu guđspjalli heyrđum viđ Jesús svara spurningunni um föstu. Svar hans segir okkur sitthvađ um tenginguna milli gamla og nýja sáttmálans sem Guđ gerđi milli sín og mannanna. Í gamla sáttmálanum hafđi brúđguminn ekki enn komiđ; en í nýja sáttmálanum er hann viđstaddur í mynd Jesú Krists. Međ komu hans kemur tími lausnarans, nýtt tímabil sem er frábrugđiđ ţví fyrra.

Viđ erum minnt á muninn milli gamla og nýja sáttmálans, međ tveimur dćmum; nýja og gamla klćđinu og gamla og nýja vínbelgnum. “Enginn saumar bót af óţćfđum dúk á gamalt fat, ţví ţá rífur nýja bótin af hinu gamla og verđur af verri rifa. Og enginn lćtur nýtt vín á gamla belgi, ţví ţá sprengir víniđ belgina, og víniđ ónýtist og belgirnir. Nýtt vín er látiđ á nýja belgi.”

Eitt sinn er ég var í heimsókn varđ ég mjög undrandi ţegar ég sá raunverulegan vínbelg hanga á vegg. Ţegar ég spurđi út í ţađ var mér sagt ađ hann vćri frá Spáni og ţar vćru slíkir belgir enn notađir. Ţessi tegund vínbelgja heldur víninu fersku, jafnvel í heitu veđri. Ţegar ég skođađi vínbelginn var ég undrandi yfir ţví hversu stífur hann var. En ţá var mér sagt ađ ţađ vćri vegna ţess ađ hann vćri nokkurra ára. En nýr hefđi hann veriđ mjúkur og eftirgefanlegur. Svo ţiđ getiđ ímyndađ ykkur hvernig nýtt vín, sem enn er í gerjun, myndi sprengja gamlan og harđan vínbelg. Jesús vissi um hvađ hann talađi!

Víniđ sem Jesús talar um er táknrćnt fyrir nýtt sögulegt tímabil sem fellur ekki innan takmarkana gamla tímabilsins. Ţađ var viđeigandi ađ nýja víniđ hjá Jesús vćri geymt í nýjum vínbelgjum og nýja bótin vćri saumuđ á nýtt fat.

Ţegar Jesús kom var ţađ sem tilheyrđi gamla sáttmálanum

 1. afmáđ eins og umskurn eđa
 2. fullkomnađ eins og ţađ sem eftir var af lögmálinu eđa
 3. látiđ rćtast eins og spádómarnir eđa
 4. fullkomnađ eins og trúin sjálf.

Fasta Gyđinga var leiđ til ađ undirbúa ţá fyrir komu Messíasar. Ţess vegna föstuđu lćrisveinar Jóhannesar og lćrisveinar faríseanna. En á ţessum tíma föstuđu hvorki Jesús né lćrisveinar hans. Ţađ var eitthvađ sem fólk gat ekki skiliđ svo ţađ kom til hans og mótmćlti. “Hví fasta lćrisveinar Jóhannesar og lćrisveinar farísea, en ţínir lćrisveinar fasta ekki?” Jesús svarađi ţeim: “Hvort geta brúđkaupsgestir fastađ, međan brúđguminn er hjá ţeim? Alla ţá stund, sem brúđguminn er hjá ţeim, geta ţeir ekki fastađ. En koma munu ţeir dagar, er brúđguminn verđur frá ţeim tekinn, ţá munu ţeir fasta, á ţeim degi.”

Jesús lýsir ţví yfir ađ hann sé brúđguminn og sá tími muni koma ađ hann verđi numinn burtu. Ţetta er fyrsta vísbendingin í Markúsarguđspjalli um vćntanlegar ţjáningar og dauđa Jesús.

Í ţessu guđspjalli er Jesús ekki ađ fordćma föstuna en hann segir frá ţví ađ fastan muni líka skipa sinn sess í lífi kristinna manna eftir ađ hann hafi ţjáđst og dáiđ á krossinum. Viđ vitum líka ađ Jesús fastađi sjálfur í eyđimörkinni í 40 daga í upphafi bođunar sinnar.

Ţví er fastan mikilvćg fyrir okkur. Reyndar er ćtlast til ţess ađ kaţólskir fasti tvo sérstaka daga á hverju ári; öskudag og föstudaginn langa. Ţađ merkir ađ viđ neytum einnar fullkominnar máltíđar hvern ţessara daga. Til ţess er einnig ćtlast ađ viđ gerum yfirbót á hverjum föstudegi og hvern dag páskaföstunnar.

Öskudagur nálgast hratt; gleymiđ ţví ekki ađ ţađ er dagur til ađ fasta; ţegar viđ neytum ađeins einnar máltíđar á dag!

Föstubođ

Yfirbót er hluti af lífi kristinna manna

Ađ fasta á öskudegi og föstudeginum langa Öllum rómversk-kaţólsku fólki frá 18 til 60 ára aldurs er skylt ađ fasta á öskudegi og föstudeginum langa.

 • Fasta er ţađ ţegar ađeins er neytt einnar fullkominnar máltíđar á dag.
 • Ţó er ekki bannađ ađ neyta smávegis af fćđu tvisvar ađ auki.
 • Sjúklingar eru undanţegnir föstu.

  Ađ gera yfirbót alla föstudaga, einkum á lönguföstu Allir trúađir, sem náđ hafa 14 ára aldri eiga ađ gera yfirbót alla föstudaga, einkum á lönguföstu. Velja má um eftirtaldar leiđir:

  1. Forđast neyslu kjöts eđa annarrar fćđu.
  2. Forđast áfenga drykki, reykingar eđa skemmtanir.
  3. Gera sérstakt átak til ađ biđja í fjölskyldunni, međ ţátttöku í heilagri messu, međ tilbeiđslu hins alhelga Altarissakramentis eđa hugleiđingu á krossferli Krists í kirkjunni.
  4. Fasta algjörlega oftar en skylt er og gefa ţađ fé sem ţannig sparast til ţeirra sem ţess ţurfa.
  5. Sýna sérstaka umhyggju ţeim, sem fátćkir eru, sjúkir, aldrađir, farlama eđa einmana.

  Á föstudögum getur yfirbótin falist í ţví ađ velja eitt af ofangreindum atriđum, og ţađ ţarf ekki alltaf ađ vera ţađ sama alla föstudaga. Ef yfirbót er vanrćkt einn föstudag er ekki litiđ á ţađ sem synd. Ţó ber ađ minna á ađ yfirbót er hluti af lífi kristinna manna og ţeim ber skylda til ađ ástunda hana ekki hvađ síst á föstutímanum.