Stella Maris

Maríukirkja

Prédikun séra Denis, Sunnudag 25. júlí 2004

75 ára vígsluafmćli Kristskirkju

23. júlí sl. voru liđin 75 ár síđan van Rossum kardínáli vígđi dómkirkju okkar í Landakoti. Međ gleđi minnumst viđ ţess í dag.

Dómkirkja okkar stendur undir vernd Krists, konungs alheimsins. Hún er ţví "konungskirkja". Ţegar hún var komin upp var hún stćrsta kirkja Íslands og stćrsta dómkirkjan á Norđurlöndum.

Einnig minnumst viđ ţess í dag ađ 75 ár eru liđin síđan van Rossum kardínáli veitti sr. Marteini Meulenberg biskupsvígslu, ţann 25. júlí 1929. Ţessara mikilvćgu atburđa stađfestu, á ţeim tíma, kirkjulegt sjálfstćđi kaţólska trúarsamfélagsins á Íslandi.

Marteinn Meulenberg var fćddur áriđ 1872. Fađir hans var ţýskur en móđirin hollensk. Hann var tvö ár sóknarprestur í Danmörku og kom hingađ til lands áriđ 1903. Ţegar Ísland varđ sjálfstćtt ríki, áriđ 1918, sótti Meulenberg fyrstur útlendra manna um ríkisborgararétt á Íslandi.

Meulenberg var mikill atorkumađur og átti sér stóra drauma um viđreisn kaţólsku kirkjunnar í landinu. Hann gaf út á íslensku kaţólsk frćđi. Hann fékk séra Matthías Jochumsson til ţess ađ ţýđa á íslensku kaţólska sálmabók. Hann gaf einnig út kaţólska bćna- og messubók.

Áriđ 1921 keypti Meulenberg Jófríđarstađi í Hafnarfirđi og fimm árum síđar var ţar risinn nýr spítali Jósefssystra.

Áriđ 1926 kom út í fyrsta sinn Merki krossins sem er tímarit kaţólsku kirkjunnar á Íslandi. Séra Meulenberg skrifađi inngangsgrein en ađrir sem í ritiđ skrifuđu voru Stefán frá Hvítadal og Halldór Kiljan Laxness. Meulenberg dó áriđ 1941.

Guđspjall dagsins segir okkur ađ Jesús er hiđ sanna musteri Guđs: "Brjótiđ ţetta musteri, og ég skal reisa ţađ á ţrem dögum." Jesús er "stađurinn ţar sem dýrđ Guđs býr"; og fyrir náđ Guđs verđum viđ einnig musteri Heilags Anda, lifandi steinar sem kirkjan er byggđ úr.

Í síđari ritningarlestur dagsins, skrifar Páll postuli: "Vitiđ ţér eigi, ađ ţér eruđ musteri Guđs og ađ andi Guđs býr í yđur? Ef nokkur eyđir musteri Guđs, mun Guđ eyđa honum, ţví ađ musteri Guđs er heilagt, og ţér eruđ ţađ musteri." (1Kor 3.16-17)

En sjálfsagt, í jarđneskri tilveru sinni ţarf kirkjan á stöđum ađ halda ţar sem samfélagiđ getur komiđ saman. Okkar sýnilegu kirkjur, heilögu stađir, eru myndir hinnar helgu borgar, hinnar himnesku Jerúsalem ţangađ sem viđ erum á vegferđ okkar sem pílagrímar.

Ţađ er í ţessum kirkjum ađ kirkjan hefur um hönd almenna tilbeiđslu til dýrđar hinni heilögu ţrenningu, heyrir orđ Guđs og syngur honum lof, lćtur bćnir sína stíga upp og ber fram fórn Krists sem er nćrverandi á sakramentislegan hátt í miđju samkundunnar. Kirkjurnar eru einnig stađir til ađ skođa hug sinn og biđja persónulegar bćnir.

Á 75 ára afmćli Kristskirkju skulum viđ biđjum sérstaklega fyrir sóknarbörnum dómkirkjunnar.