Prédikun séra Denis, Sunnudag 14. mars 2004
Staðreyndin er sú að við erum öll á pílagrímsgöngu, sem er gangan gegnum lífið. Takmark þeirrar göngu er ekki kirkja eða helgur staður, heldur Guð sjálfur á himnum.Biblían minnir okkur á að tilgangur lífsins sé að leita Guðs af öllu hjarta: "Leitið fyrst ríkis hans og réttlætis, þá mun allt þetta veitast yður að auki." Guð og það sem heyrir honum til verður að hafa forgang í lífi okkar.
Biblían minnir okkur blíðlega en þó um leið kröftuglega á raunveruleika lífsins. Hún minnir okkur á að allt sem við tökum okkur fyrir hendur skuli gert með því;
- að láta sálina hafa algjöran forgang,
- að láta hið andlega hafa algjöran forgang
- að láta þá staðreynd hafa algjöran forgang, að Guð getur hvenær sem er kallað okkur inn í eilífðina, eins og gerast mun með þá sem deyja í dag.
Þið gerið ykkur auðvitað grein fyrir því að á okkar tímum er það, að fara í kirkju, andmenningarlegt athæfi! (((Samkvæmt þessari menningu ættið þið að vera heima núna og ef til vill enn sofandi!))) Samkvæmt þessari menningu ættið þið að taka því rólega í dag; þetta er ykkar dagur og þið eigið að njóta hans. En, í stað, eruð þið hér! Gildi heimsins eru ekki gildi Guðs. Það má með sanni segja að það að vera kristinn er að vera "andmenningarlegur" og á það betur við í dag en nokkru sinni fyrr. Til hamingju, þið hafið forgangsröðina á hreinu.
En á lífsgöngu okkar verðum við að fylgja Jesú hvern einasta dag. Jesús sjálfur var óhræddur við að leiðbeina okkur og hjálpa okkur á vegferð okkar: "Verið ekki áhyggjufullir um líf yðar. Segið því ekki áhyggjufullir: "Hvað eigum vér að eta? Hvað eigum vér að drekka? Hverju eigum vér að klæðast? Hafið því ekki áhyggjur af morgundeginum. Leitið fyrst ríkis hans og réttlætis, þá mun allt þetta veitast yður að auki."
Til er saga um skip sem hafði verið lengi á siglingu, uns það loks komst alla leið yfir Atlanshafið. Án þess að skipshöfnin vissi, var skipið komið í mynni Amazonfljótsins mikla. Drykkjarvatnið var þrotið og skipshöfnin farin að þjást af þorsta. Þá komu menn auga á skip skammt frá og drógu upp neyðarfána. Innan skamms var þetta skip komið til þeirra. Voru þeir spurðir, hvað væri að hjá þeim. Svarið var, að mikill vatnsskortur þjakaði skipsmenn. Þessu var svarað þannig: "Sokkvið skjólum ykkar út fyrir borðstokkinn í vatnið, sem þig siglið eftir, því að þið siglið í fresku vatni. Þið eruð í mynni Amazonfljótsins.
Ef, þrátt fyrir útlitið, við leitum Guðs af öllu hjarta, lofa hann að vera ekki langt frá okkur.