Stella Maris

Maríukirkja


Merki Brautryðjenda
Heilagt Hjarta Jesú
Næla sem félagsmenn bera

Brautryðjendur (Pioneers)

Hvað eru Brautryðjendur

 • Uppruni:
  Bindindisfélag Brautryðjendur (Pioneers) var stofnað árið 1898 af Faðir James Cullen SJ presti í Dublin á Írlandi.

 • Markmið:
  Aðalmarkmið félagsins er að stuðla að bindindi og hófsemi með hjálp bænar og sjálfsafneitunar.

 • Ástæður til þáttöku í félagsskap þessum eru til dæmis:
  1. Vilji til að sýna kærleika sinn til Krists,
  2. Ósk um að verða óháður áfengi til að geta gert öðrum gott,
  3. Vilji til að bæta fyrir syndir eigingirni og sjálfselsku,
  4. Vilji til að ávinna með sjálfsfórn og bæn, náð og hjálp til handa öllum þeim, sem þjást af völdum ofdrykkju.

  Þátttökuskilyrði

  Sá sem vill verða félagi í hópi Brautryðjenda þarf að
  1. vera hvattur til þess af kærleika til Krists,
  2. vera eldri en 16 ára og nægilega þroskaður til þess að skilja hvað algert bindindi þýðir,
  3. hafa forðast áfenga drykki í a.m.k.1 ár áður en hann gerist félagi,
  4. vera reiðubúinn til að samþykkja skyldur félagsmanna eins og þær eru skýrðar hér.

  Aðalskyldur félaga eru

  1. Að halda sér frá öllum áfengum drykkjum.
  2. Að lesa bæn félagsins tvisvar á dag.
  3. Að bera merki félagsins opinberlega.
  Félagar eru hvattir til að taka virkan þátt í útbreiðslu bindindis.

  Algert bindindi

  Félagar verða að forðast áfengi, hvort sem er hreint eða blandað öðrum drykkjum. Þar á meðal er Pilsner og léttöl sem innihalda 2,2% vínanda, Malt sem inniheldur 1% vínanda og Jólaöl sem inniheldur 1,2% vínanda.
  Þetta heit gildir í öllum löndum heims en sé það brotið gildir það sem úrsögn úr félaginu. Áfengis má aldrei neyta nema ef það skyldi vera í lyfjum sem tekin eru að læknisráði.

  Ef félagi neytir áfengis en óskar að vera áfram í félaginu, verður hann að sækja aftur um inngöngu og endurtaka reynslutímann.

  Umsóknir

  Umsóknum um þáttöku er veitt viðtaka að Raufarseli 8, 109 Reykjavík, síðasta fimmtudag hvers mánaðar, kl. 20.00 - 20.30.
  Sérstök deild er fyrir þá sem óska að vinna bindindisheit til ákveðins tíma.
  Nánari upplýsingar hjá séra Denis í síma 557-7420 og á heimasíðu Pioneer reglunar.

  Bæn Brautryðjenda

  Þér til aukinnar dýrðar og huggunar, Heilaga Hjarta Jesú, til að sýna gott fordæmi þín vegna, iðka sjálfsafneitun, bæta fyrir syndir óhófs og fyrir sinnaskipti ofdrykkjumanna, mun ég halda mig frá öllum áfengum drykkjum ævilangt.
  Amen.

  Bæn Brautryðjenda (Reynslu félagsaðild)

  Þér til aukinnar dýrðar og huggunar, Heilaga Hjarta Jesú, til að sýna gott fordæmi þín vegna, iðka sjálfsafneitun, bæta fyrir syndir óhófs og fyrir sinnaskipti ofdrykkjumanna, mun ég halda mig frá öllum áfengum drykkjum í eitt ár. Ennfremur hlakka ég til að geta fengið fullnaðar-ævilanga félagsaðild, eftir þennan reynslutíma.
  Amen.

  Bæn Brautryðjenda (Ungmenni)

  Heilaga hjarta Jesú, fyrir hið flekklausa hjarta Maríu, býð ég þér bænir, verk og þjáningar mínar, með þínum eigin, fyrir þá náð að fá haldið heit mitt af trúfestu. Ljúfa hjarta Jesú, vertu ávallt ástin mín! Ljúfa hjarta Maríu, ver þú sáluhjálp mín.
  Amen.

  Bæn Brautryðjenda (Tímabundið heit)

  Til heiðurs hinu heilaga hjarta Jesú og með hjálp hinnar sælu Maríu meyjar, lofa ég að neyta engra áfrengra drykkja þangað til (dagsetning).
  Amen.