Stella Maris

Maríukirkja

María, móðir hins eilífa hjálpræðis

¬Bænir¬

Upphafsbæn

Presturinn: Í nafni Föðurins, Sonarins og hins Heilaga Anda. Amen.

Presturinn: Bræður og systur, vér erum hér samankomin, sem börn vorrar blessuðu móður. Vér stöndum andspænis helgimynd hennar, heiðrum hana og biðjum fyrir þörfum vorum. Óverðug sem vér erum, látum oss fyrst biðja um Guðs miskunn og fyrirgefningu.

Söfnuðurinn: Miskunnsami Faðir, þú sendir oss þinn heilaga son til að endurreisa oss og veita oss nýtt líf. Þannig hefur þú látið oss, börn þín, elska hvert annað í Kristi. Oft höfum vér gleymt þessari himnesku göfgi. Vér höfum syndgað gegn bræðrum vorum og systrum; vér höfum misboðið þér. Miskunnsami faðir, fyrirgef oss. Í einlægri iðrun vegna synda vorra, biðjum vér þig miskunnar; megum vér ávallt lifa sem trúföst börn þín.

Níu daga bæn

Ástkæra móðir hins eilífa hjálpræðis, á krossinum gaf Jesús þér, oss til handa, sem heilaga móðir. Þú, sem ert blíðust og ástríkust allra mæðra. Lít mildilega til vor, barna þinna, þegar vér nú biðjum þig að hjálpa oss varðandi allt, sem að höndum ber, sérstaklega.

SS (Hlé til að bera fram óskir).
Meðan þú, kæra móðir, varst á meðal vor, deildir þú fúslega þjáningum með syni þínum. Styrkt í trú þinni og fullvissu á hinn föðurlega kærleika Drottins, meðtókst þú hans dulda ásetning. Einnig vér höfum vorn kross að bera og stundum virðist sú þraut ætla að sliga oss til jarðar. Ástkæra móðir, veit oss af ríkulegri trú þinni á Guð og sannfæringu þinni. Lát oss skilja, að Guð hættir aldrei að elska okkur; að hann lætur allar vorar bænir rætast, á þann hátt, sem oss er fyrir bestu. Styrk hjörtu vor til að bera krossinn í slóð þíns guðlega sonar. Hjálpa oss að skilja, að hver sá, sem ber krossinn með Kristi, mun vissulega njóta upprisu hans.

Ástkæra móðir, lát oss eigi gleyma þrautum annarra, meðan vér hugum að eigin byrði. Þú, sem ávallt elskar aðra svo heitt, hjálpa oss til að gera slíkt hið sama. Meðan vér biðjum fyrir eigin þörfum og þörfum þeirra, sem hér eru á þessari bænastund, biðjum vér þig í einlægni, heilaga móðir, að hjálpa oss að hjúkra sjúkum og deyjandi, veita fátækum og atvinnulausum von, líkna þeim, sem sorgir bera í hjarta, létta byrði af hinum kúguðu og færa kúgurum þeirra ljós réttlætisins og leiða aftur til Guðs, alla þá, sem hafa snúið baki við honum.

Ástkæra móðir, hjálpa oss að víkja burt syndum, sem aðskilja oss frá vorum himneska föður og hvert frá öðru. Full trausts til þín, krjúpum vér undir möttli þinnar móðurlegu verndar og treystum staðfastlega á þína máttugu hjálp. Amen.

Beðið fyrir heimilum

Móðir hins eilífa hjálpræðis, vér höfum kosið þig drottningu heimilis vors. Vér biðjum þig að færa heimili voru blessun og blíðu þíns móðurlega kærleika. Megi sakramenti hjónabandsins tengja eiginmenn og eiginkonur svo traustum böndum, að þau verði ávallt trú í kærleika sínum eins og Kristur elskar kirkju sína.

Vér biðjum þig að blessa alla foreldra. Megi þau elska og bera umhyggju fyrir börnunum, sem Guð hefur trúað þeim fyrir. Megi þau ætíð vera þeim fyrirmynd hins sanna kristilega lífs. Hjálpa þeim að ala börn sín upp í guðsótta og ást á Drottni. Blessa þú öll börn, að þau megi elska, heiðra og hlýða foreldrum sínum. Sérstaklega treystum vér á elskuríka umhyggju þína gagnvart æskunni.

Veit oss öllum ábyrgðartilfinningu, svo vér megum leggja allt að mörkum, til að himneskur friður megi ríkja á heimili voru, líkt og á þínu eigin heimili í Nasaret. Vér tökum oss þig til fyrirmyndar. Hjálpa oss að rækta dag hvern einlæga ást til Guðs og nágranna vorra, svo að réttlæti og friður megi ríkja meðal hinnar stóru fjölskyldu; mannkynsins. Amen.

Óskir til heilagrar Guðsmóður um eilíft hjálpræði

Heilaga María

SS bið fyrir oss.
Heilaga jómfrú hins syndlausa getnaðar
SS bið fyrir oss.
Heilaga móðir hins eilífa hjálpræðis
SS bið fyrir oss.
Vér syndugir áköllum þig
SS Ástkæra móðir, hjálpa þú oss.

AÐVENTAN:

Að við megum, líkt og þú, vera viðbúin komu Krists.

Ástkæra móðir, hjálpa þú oss.
JÓL:

Að vér megum að fullu gefa Kristi hjarta vort, þessi jól.

Ástkæra móðir, hjálpa þú oss.
PÁSKAFASTA:

Að vér megum vera trú þeim heitum, sem vér unnum við skírnina.

Ástkæra móðir, hjálpa þú oss.
PÁSKAR:

Að vér megum á ný samfagna þér sigri Krists yfir synd og dauða.

Ástkæra móðir, hjálpa þú oss.

Á ÖÐRUM TÍMUM:

Að vér megum fyllast Heilögum Anda og verða hugdjörf vitni að kærleika Krists á mönnunum.

Ástkæra móðir, hjálpa þú oss.
Að vér megum stöðugt meir líkjast vorum guðlega herra, líkt og þú.
Ástkæra móðir, hjálpa þú oss.
Að vér megum verða að hjarta hógvær og lítillát eins og sonur þinn, Jesús.
Ástkæra móðir, hjálpa þú oss.
Að vér megum óttast, að glata vináttu Guðs, með því að drýgja synd, án þess að iðrast.
Ástkæra móðir, hjálpa þú oss.
Að vér megum stöðugt leita miskunnar Krists og fyrirgefningar hans í skriftasakramentinu.
Ástkæra móðir, hjálpa þú oss.
Að vér megum veita því athygli, er Guð talar til vor á líðandi stundu.
Ástkæra móðir, hjálpa þú oss.
Að vér megum daglega bera fram bænir vorar í ást og trúnaðartrausti, sérstaklega þegar freistingar sækja að.
Ástkæra móðir, hjálpa þú oss.
Að vér megum gera oss grein fyrir gildi sameiginlegrar tilbeiðslu á Drottni í altarissakramentinu.
Ástkæra móðir, hjálpa þú oss.
Að vér megum í stöðugu samneiti, þroskast í kærleika á Kristi og náunga vorum.
Ástkæra móðir, hjálpa þú oss.
Að vér megum virða líkama vorn, sem musteri Heilags Anda.
Ástkæra móðir, hjálpa þú oss.
Að vér megum leitast við að vera trú Kristi með því að sýna öðrum ást og umhyggju.
Ástkæra móðir, hjálpa þú oss.
Að vér megum kunngera dyggð vinnunnar með því að skila verki voru af samviskusemi.
Ástkæra móðir, hjálpa þú oss.
Að vér megum, af heilum hug, fyrirgefa þeim, sem beitt hafa oss rangindum.
Ástkæra móðir, hjálpa þú oss.
Að oss megi vera ljóst, hversu rangt það er, að leita oss heilla á kostnað annarra.
Ástkæra móðir, hjálpa þú oss.
Að vér megum stuðla að réttlátri úthlutun heimsins gæða.
Ástkæra móðir, hjálpa þú oss.
Að vér megum fallast á ábyrgð vora í samfélaginu í anda einlægrar þjónustu.
Ástkæra móðir, hjálpa þú oss.
Biðjum þess, að Heilagur Andi megi vernda og styrkja Jóhannes Pál II páfa, biskupana og klerkdóminn.
Ástkæra móðir, hjálpa þú oss.
Að vér megum móttaka köllun til prestsþjónustu og klausturlífs.
Ástkæra móðir, hjálpa þú oss.
Að vér megum færa þekkingu og ást á Kristi, til þeirra, sem ekki þekkja hann.
Ástkæra móðir, hjálpa þú oss.
Að traust vort á Guði megi vera ljóst á vettvangi mannlegra þrekrauna.
Ástkæra móðir, hjálpa þú oss.
Að vér megum í dauða vorum, vera reiðubúin að knýja dyra hjá vorum himneska föður.
Ástkæra móðir, hjálpa þú oss.
Að vér megum deyja í friði við Krist og meðbræður vora og systur.
Ástkæra móðir, hjálpa þú oss.
Að vér megum, við dauða ástvina okkar, leita huggunnar í voninni um vorn upprisna Drottin.
Ástkæra móðir, hjálpa þú oss.
Vér biðjum þess, að brottgengin systkini vor muni brátt deila upprisunni með syni þínum.
Ástkæra móðir, hjálpa þú oss.
LÁTUM OSS BIÐJA Í ÞÖGN VEGNA EIGIN ÓSKA VORRA
SS (HLÉ)
SÖFNUÐUR: Heilaga María, styrk þú oss í neyð vorri, bið fyrir oss, börnum Guðs; megi þitt eilífa hjálpræði veitast oss öllum.
PRESTUR: Drottinn, þú sem gafst oss Maríu til að verða móðir vor, hjálpandi oss í sérhverri neyð; veit oss þá náð, að geta leitað athvarfs hjá henni hvenær sem er. Amen.

Helgun (Fyrsta miðvikudag hvers mánaðar)

Flekklausa jómfrú María Guðsmóðir og móðir kirkjunnar, þú ert einnig móðir vors eilífa hjálpræðis. Með hjörtun full kærleika til þín, helgum vér oss flekklausu hjarta þínu, svo vér megum verða þín trúföstu börn. Veit oss einlæga iðrun vegna synda vorra og hollustu við skírnarheit vor. Vér helgum þér huga vorn og hjarta, svo að vér megum ávallt framkvæma vilja vors himneska Föður. Vér helgum þér líf vort, að vér megum elska Guð meira og lifa ekki fyrir oss sjálf, heldur fyrir son þinn, Jesús Krist, og að vér megum sjá hann og þjóna honum með því að þjóna öðrum. Með þessari auðmjúku helgiathöfn, kæra móðir hins eilífa hjálpræðis, heitum vér því, að leita oss fyrirmyndar í þér, hinni fullkomlega kristnu manneskju, svo að vér megum vera helguð þér í lífi og dauða og þannig tilheyra þínum guðlega syni um alla eilífð. Amen.