Stella Maris

Maríukirkjakross

Séra Lambert Terstroet SMM


19. maí 1912  -   23. október 2003

Við minnumst í dag séra Lambert Terstroet SMM sem andaðist 23. okt. sl. Við minnumst einnig í dag hundrað ára starfsafmæli Montfortreglunnar á Íslandi. Séra Lambert var prestur í Montfortreglunni.

Núna er liðin rétt 100 ár síðan fyrstu prestarnir úr reglu heilags Montforts komu hingað til landsins. Þetta var mjög mikilvægur atburður í sögu kaþólska kirkjunnar á Íslandi.

Montfort regluna, eins og hún er venjulaga kölluð, stofnaði heilagur Louis Marie Grignon de Montfort sem trúboðsreglu í Frakklandi 1705. Þeir komu til Danmerkur á 19. öld og þaðan til Íslands.

1903 var kaþólska samfélagið á Íslandi mjög smátt í sniðum. En allir sáu að kirkjan gæti því aðeins fest rætur á Íslandi að nýju að duglegir prestar lærðu íslensku og samlöguðust menningu Íslendinga. Að því stefndu báðir Montfortprestarnir sem komu til landsins í nóvember 1903. Þeir voru Marteinn Meulenberg og Jóhann Servaes. Á næstum árum komu einnig fleiri prestar og leikbræður úr Montfortreglunni hingað til landsins. Flestir voru þeir frá Hollandi.

Marteinn Meulenberg var fæddur árið 1872. Faðir hans var þýskur en móðirin hollensk. Hann var tvö ár sóknarprestur í Danmörku áður en hann kom hingað. Meulenberg var mikill atorkumaður og átti sér stóra drauma um viðreisn kaþólsku kirkjunnar í landinu. Sumarið 1929 kom Van Rossum kardínála til þess að vígja hina nýju Kristskirkju og einnig til þess að veita Meulenberg biskupsvígslu.

Meulenberg andaðist árið 1941. Arftaki hans var Íslendingur, séra Jóhannes Gunnarsson SMM, sonur Gunnars Einarssonar, fyrsta kaþólska Íslendingsins eftir siðaskiptin. Hann stýrði umdæminu til 1966. Arftaki hans var séra Henrik Frehen SMM.

Núna, vegna þess að köllunum hafði farið fækkandi í Montfortreglunni gat hún ekki lengur sent nýja presta til Íslands. Því reyndi Frehen biskup að vekja áhuga prestnema í ýmsum löndum á því að koma til Íslands. Það starf hans bar góðan ávöxt. Einnig komu prestar að utan til þess að taka að sér störf í Reykjavíkurbiskupsdæmi. Það var Frehen sem bað sr. Lambert að koma til Íslands, árið 1982.

Séra Lambert fæddist í borginni Den Haag í Hollandi, 19. maí 1912 og þáði prestvígslu í Montfortreglunni 1941. Í mörg ár helgaði hann sig biblíurannsóknum og miðlaði fjölda manna af ávöxtum þeirra rannsókna á ráðstefnum og í prédikunum.

Í 17 ár þjónaði séra Lambert St. Jóseps systra í Garðabæ. Einnig fræddi hann hópa leikmanna um heilaga ritningu, svo og um Maríudýrkun, sem er sérstakt einkenni Montfortpresta.

Séra Lambert dvaldist hérna hjá okkur í Breiðholti frá 16. feb. 1998 til 13. maí 2001. Þann dag yfirgaf hann Ísland og fluttist til hvíldar í elliheimili reglu sinnar í Valkenburg í suður Hollandi. Útför séra Lamberts var 29. okt. s.l. og hann var jarðsettur í Valkenburg.

Sjálfur stend ég í mikilli þakkarskuld við séra Lambert vegna þess að hann var prestur af lífi og sál, og ég lærði mikið frá honum. Þess vegna er ég mjög ánægður og glaður að minnast hans á þennan sérstaka hátt, í dag. Ég þakka Guði fyrir alla þá blessun sem hann hefur veitt mér og svo mörgum hér á landi fyrir tilstilli Séra Lamberts.
Hann hvíli í friði. Amen.

Séra Denis.