
Fólk er oft ósanngjarnt, óskynsamt og eigingjarnt:Heilræði Móður Teresu:
~ Fyrirgefðu því, þrátt fyrir það.
Ef þú sýnir öðrum góðvild, mun fólk hugsanlega ásaka þig
um sjálfselsku og annarlegar hvatir:
~ Sýndu öðrum góðvild, þrátt fyrir það.
Njótir þú velgengni munt þú eignast einhverja falska vini og raunverulega óvini:
~ Stefndu að velgengni, þrátt fyrir það.
Heiðarleiki og hreinskilni geta gefið höggstað á þér:
~ Vertu heiðarleg(ur) og hreinskilin(n), þrátt fyrir það.
Það sem tekur þig mörg ár að byggja upp, gæti einhver eyðilagt á einum degi:
~ Byggðu upp, þrátt fyrir það.
Það góða sem þú gerir í dag, gleymir fólk oft á morgun:
~ Haltu áfram að gera góðverk, þrátt fyrir það.
Þótt þú gefir heiminum það besta sem þú sem þú átt, verður það aldrei nóg:
~ Haltu áfram að gefa heiminum það besta sem þú átt, þrátt fyrir það.
Sjáðu til, þegar allt kemur til alls, er þetta á milli þín og Guðs:
~ Það var aldrei á milli þín og þeirra, þrátt fyrir allt.

Heilræði heilags Padre Pio
Við verðum að muna að trúin er mesta gjöfin
sem Guð hefur boðið manni á þessari jörð,
því að úr jarðneskum manni verður til þegn Himnaríkis.
Við skulum gæta þessarar gjafar af mikilli kostgæfni.
Vei þeim sem gleymir sér; sem gleymir Himnaríki;
þeim sem leyfir trúnni að dofna;
eða það sem verra er, afneitar trú sinni.
Þetta er mesta lítilsvirðing sem hægt er að sýna Guði.