Stella Maris

Maríukirkja


Boðorðin 10

 1. Ég er Drottinn Guð þinn, þú skalt ekki aðra guði hafa.
 2. Þú skalt ekki leggja nafn Drottinns Guðs þíns við hégóma.
 3. Halda skaltu hvíldardaginn heilagann.
 4. Heiðra skaltu föður þinn og móður.
 5. Þú skalt ekki morð fremja.
 6. Þú skalt ekki drýgja hór.
 7. Þú skalt ekki stela.
 8. Þú skalt ekki bera ljúgvitni gegn nánunga þínum.
 9. Þú skalt ekki girnast konu náunga þíns.
 10. Þú skalt ekki girnast hús náunga þíns né neitt sem honum heyrir til.
Sjá líka hér

Boðorð kirkjunnar

 1. Þú skalt hlýða heilagri messu á sunnudögum og lögskipuðum helgidögum og hvílast frá erfiðisvinnu. Það eru:
  1. Allir sunnudagar
  2. Hátíð Maríu Guðsmóður (1. janúar)
  3. Hátíð uppstigningar Drottins vors Jesú Krists
  4. Allrasálnamessa (1. nóvember)
  5. Jóladagur (25. desember)
 2. Þú skalt skrifta syndir þínar að minnsta kosti einu sinni á ári.
 3. Þú skalt meðtaka sakramenti evkaristíunnar að minnsta kosti um páskatímann.
 4. Þú skalt halda föstu- og bindindisdaga sem kirkjan ákvarðar.
 5. Þú skalt gjalda tillag til framfæris kirkjunni

Sakramentin sjö

 1. Skírnin.
 2. Fermingin.
 3. Altarissakramentið.
 4. Sáttarsakramentið (Skriftir)
 5. Smurning sjúkra.
 6. Prestvígsla.
 7. Hjónabandið.

Höfuðsyndirnar sjö

 1. Drambsemi
 2. Ágirnd
 3. Óhóf (á mat eða drykk)
 4. Óskírlífi (Girnd)
 5. Öfund
 6. Reiði
 7. Leti

Níu leiðir til að vera samsekur í syndum annara

 1. Með ráðgjöf
 2. Með skipun
 3. Með samþykki
 4. Með ögrun
 5. Með hóli
 6. Með yfirhilmingu
 7. Með þátttöku
 8. Með þögn
 9. Með málsvörn

Sex syndir gegn Heilögum Anda

 1. Gengið að miskunn Guðs vísri
 2. Örvænting
 3. Véfengja þekktan sannleika
 4. Öfund út í andleg gæði annara
 5. Þrjóskast við í synd
 6. Algert iðrunarleysi

Höfuðdyggðirnar fjórar

 1. Hyggindi
 2. Réttlæti
 3. Hófsemi
 4. Staðfesta

Hin sjö líkamlegu miskunnarverk

 1. Að metta hungraða
 2. Að gefa þyrstum að drekka
 3. Að klæða klæðlausa
 4. Að hýsa ókunnuga
 5. Að hughreysta fanga
 6. Að vitja sjúkra
 7. Að greftra dauða

Hin sjö andlegu miskunnarverk

 1. Að áminna syndara
 2. Að kenna fáfróðum
 3. Að leggja ráðvilltum hollræði
 4. Að hughreysta hrygga
 5. Að þola rangindi með þolinmæði
 6. Að fyrirgefa fúslega þeim sem styggja okkur
 7. Að biðja Guð fyrir lifandi og dauðum

Hinar sjö gjafir Heilags Anda

 1. Vísdómur
 2. Skilningur
 3. Ráðspeki
 4. Kraftur
 5. Þekking
 6. Guðrækni
 7. Ótti Drottins

Hin evangelísku ráð

(Þau ráð sem Guðspjöllin gefa)
 1. Fátækt
 2. Skírlífi
 3. Hlýðni

Postulleg Trúarjátning

Ég trúi á Guð Föður almáttugan, skapara himins og jarðar.
Og á Jesúm Krist, hans einkason, Drottin vorn; sem getinn er af Heilögum Anda, fæddur af Maríu mey; leið undir valdi Pontíusar Pílatusar, var krossfestur, dáinn og grafinn, sté niður til heljar, reis á þriðja degi aftur upp frá dauðum, sté upp til himna, situr við hægri hönd Guðs Föður almáttugs og mun þaðan koma að dæma lifendur og dauða.
Ég trúi á Heilagan Anda, heilaga kaþólska kirkju, samfélag heilagra, fyrirgefningu syndanna, upprisu holdsins og eilíft líf.
Amen.

Credo in Deum, Patrem omnipotentem, Creatorem cæli et terra.
Et in Jesum Christum, Filium ejus unicum, Dominum nostrum: qui conceptus est de Spiritu Sancto, natus ex Maria Virgine, passus sub Pontio Pilato, crucifixus, mortuus, et sepultus: descendit ad infernos; tertia die resurrexit a mortuis; ascendit ad cælos, sedet ad dexteram Dei Patris omnipotentis: inde venturus est judicare vivos ad mortuos.
Credo in Spiritum Sanctum, sanctam Ecclesiam catholicam, Sanctorum communionem, remissionem peccatorum, carnis resurrectionem, vitam æternam.
Amen.

Trúarjátningin - Proféssio fídei

Ég trúi á einn Guð
Föður almáttugan, skapara himins og jarðar,
alls hins sýnilega og ósýnilega.
Og á einn Drottin Jesúm Krist,
Guðs son eingetinn
og af föðrunum fæddur fyrir allar aldir.
Guð af Guði, ljós af ljósi, sannan Guð af sönnum Guði,
getinn, ekki gjörðan, sameðlis Föðurnum;
sem hefur gjört allt.
Sem vor mannanna vegna og vegna sáluhjálpar vorrar
sté niður af himnum.
Og fyrir Heilagan Anda íklæddist holdi
af Maríu mey og gjörðist maður.
Hann var einnig krossfestur vor vegna undir valdi
Pontíusar Pílatusar, leið og var grafinn.
Og reis upp á þriðja degi samkvæmt ritningunum.
Sté upp til himna og situr Föðurnum til hægri handar.
Og mun koma aftur í dýrð,
til þess að dæma lifendur og dauða,
og á hans ríki mun enginn endir verða.
Og á Heilagan Anda, Drottin og lífgara,
Sem útgengur frá Föðurnum og Syninum,
og er tilbeðinn og dýrkaður ásamt Föðurnum og syninum,
og hefur talað fyrir munn spámannanna;
og á eina, heilaga, kaþólska og postulega kirkju.
Ég játa eina skírn til fyrirgefningar syndanna.
Og vænti upprisu dauðra,
og lífs um ókomnar aldir.
Amen.

Credo in unum Deum
Patrem omnipoténtem, factórum cæli et terræ,
visibílium ómnium et invisibílium.
Et in unum Dóminum Iesum Christum,
Fílium Dei unigénitum,
et ex Patre natum ante ómnia sæcula
Deum de Deo, Lumen de Lúmine, Deum verum de Deo vero,
génitum, non factum, consubstantiálem Patri;
per quem ómnia facta sunt.
qui propter nos hómines et propter nostram salútem
descéndit de cælis.
Et incarnátus est de Spíritu Sancto
ex María vírgine, et homo factus est.
Crucifíxus étiam pro nobis sub
Póntio Piláto, passus et sepúltus est.
Et resurréxit tértia die, secúndum Scriptúras.
Et ascéndit in cælum, sedet ad déxteram Patris,
et íterum ventúrus est cum glória,
iudicáre vivos et mortuos,
cuius regni non erit finis.
Et in Spíritum Sanctum, Dóminum et vivificántem:
qui ex Patre Filioque procédit,
qui cum Patre et Fílio simul adorátur et conglorificátur,
qui locútus est per prophétas;
et unam, sanctam, cathólicam et apostólicam Ecclésiam.
Confíteor unum baptísma in remissiónem peccatorum.
Et expécto resurrectiónem mortuórum,
et vitam ventúri sæculi.
Amen.