Stella Maris

Maríukirkja

Signingin

Í nafni Föðurins og Sonarins og hins Heilaga Anda.
Amen.

In nómine Patris, et Fílii, et Spíritus Sancti.
Amen.

Postulleg Trúarjátning

Ég trúi á Guð Föður almáttugan, skapara himins og jarðar.
Og á Jesúm Krist, hans einkason, Drottin vorn; sem getinn er af Heilögum Anda, fæddur af Maríu mey; leið undir valdi Pontíusar Pílatusar, var krossfestur, dáinn og grafinn, sté niður til heljar, reis á þriðja degi aftur upp frá dauðum, sté upp til himna, situr við hægri hönd Guðs Föður almáttugs og mun þaðan koma að dæma lifendur og dauða.
Ég trúi á Heilagan Anda, heilaga kaþólska kirkju, samfélag heilagra, fyrirgefningu syndanna, upprisu holdsins og eilíft líf.
Amen.

Credo in Deum, Patrem omnipotentem, Creatorem cæli et terra.
Et in Jesum Christum, Filium ejus unicum, Dominum nostrum: qui conceptus est de Spiritu Sancto, natus ex Maria Virgine, passus sub Pontio Pilato, crucifixus, mortuus, et sepultus: descendit ad infernos; tertia die resurrexit a mortuis; ascendit ad cælos, sedet ad dexteram Dei Patris omnipotentis: inde venturus est judicare vivos ad mortuos.
Credo in Spiritum Sanctum, sanctam Ecclesiam catholicam, Sanctorum communionem, remissionem peccatorum, carnis resurrectionem, vitam æternam.
Amen.

Faðirvor

Faðir vor, þú sem ert á himnum
helgist þitt nafn,
komi þitt ríki
verði þinn vilji
svo á jörðu sem á himni.
Gef oss í dag vort daglegt brauð,
og fyrirgef oss vorar skuldir,
svo sem vér og fyrirgefum vorum skuldunautum,
og eigi leið þú oss í freistni,
heldur frelsa oss frá illu.
Amen.

Pater noster, qui es in cælis,
sanctificétur nomen tuum,
advéniat regnum tuum,
fiat volúntas tua
sicut in cælo, et in terra.
Panem nostrum cotidiánum da inobis hódie,
et dimítte nobis débita nostra,
sicut et nos dimíttimus debitóribus nostris,
et ne nos indúcas in tentatiónem,
sed líbera nos a malo.
Amen.

Maríubæn

Heil sért þú María, full náðar.
Drottinn er með þér; blessuð ert þú meðal kvenna,
og blessaður er ávöxtur lífs þíns, Jesús.
Heilaga María, Guðsmóðir, bið þú fyrir oss syndugum mönnum,
nú og á dauðastundu vorri.
Amen.

Ave Maria, gratia plena,
Dominus tecum, benedicta tu in mulieribus,
et benedictus fructus ventris tui, Jesus.
Sancta Maria, Mater Dei, ora pro nobis peccatoribus,
nunc et in hora mortis nostrae.
Amen.

Lofgerðarbæn

Dýrð sé Föðurnum og Syninum og hinum Heilaga Anda.
Svo sem var í öndverðu, er enn og verður ávallt og um aldir alda.
Amen.

Gloria Patri, et Filio, et Spiritui Sancto.
Sicut erat in principio, et nunc, et semper, et in saecula saeculorum.
Amen.

Fatíma bænin

Ástkæri Jesús,
fyrirgef þú oss syndir vorar.
Forða oss frá logum heljar.
Leið allar sálir til himna,
sérstaklega þær sem þurfa mest á þér að halda.
Amen.

Domine Iesu,
dimitte nobis debita nostra,
salva nos ab igne inferiori,
perduc in caelum omnes animas,
praesertim eas, quae misericordiae tuae maxime indigent.
Amen

Salve Regina

Heil Sért þú, drottning, móðir miskunnarinnar, lífs yndi og von vor, heil sért þú.
Til þín hrópum vér, útlæg börn Evu.
Til þín andvörpum vér, stynjandi og grátandi í þessum táradal.
Talsmaður vor, lít þú miskunnarríkum augum þínum til vor og sýn þú oss, eftir þennan útlegðartíma, Jesú, hinn blessaða ávöxt lífs þíns, milda, ástríka og ljúfa María mey.
Bið þú fyrir oss, heilaga Guðsmóðir.
Svo að vér verðum makleg fyrirheita Krists.
Amen.

Salve Regina, Mater misericordiae. Vita, dulcedo, et spes nostra, salve.
Ad te clamamus exsules filii Hevae.
Ad te Suspiramus, gementes et flentes in hac lacrimarum valle.
Eia ergo, Advocata nostra, illos tuos misericordes oculos ad nos converte. Et Iesum, benedictum fructum ventris tui, nobis post hoc exsilium ostende. O clemens, o pia, o dulcis Virgo Maria.
Ora pro nobis, Sancta Dei Genetrix.
Ut digni efficiamur promissionibus Christi.
Amen

Iðrunarbænin

Guð minn, ég iðrast af öllu hjarta alls þess, sem ég hef gjört rangt og harma vanrækslu mína að láta svo mörg góðverk ógerð, því með syndinni hef ég sært þig og brotið gegn þér, sem ert hið æðsta hnoss, og verðugastur þess, að vér elskum þig öllu öðru fremur.
Ég ákveð því fastlega, að með hjálp náðar þinnar, skuli ég gera yfirbót, syndga eigi framar og forðast öll færi til syndar í framtíðinni.
Amen.

Bæn Brautryðjenda - Pioneer

Þér til aukinnar dýrðar og huggunar, Heilaga Hjarta Jesú, til að sýna gott fordæmi þín vegna, iðka sjálfsafneitun, bæta fyrir syndir óhófs og fyrir sinnaskipti ofdrykkjumanna, mun ég halda mig frá öllum áfengum drykkjum ævilangt.
Amen.

Bæn Brautryðjenda - Pioneer (Reynslu félagsaðild)

Þér til aukinnar dýrðar og huggunar, Heilaga Hjarta Jesú, til að sýna gott fordæmi þín vegna, iðka sjálfsafneitun, bæta fyrir syndir óhófs og fyrir sinnaskipti ofdrykkjumanna, mun ég halda mig frá öllum áfengum drykkjum í eitt ár. Ennfremur hlakka ég til að geta fengið fullnaðar-ævilanga félagsaðild, eftir þennan reynslutíma.
Amen.

Bæn Brautryðjenda - Pioneer (Ungmenni)

Heilaga hjarta Jesú, fyrir hið flekklausa hjarta Maríu, býð ég þér bænir, verk og þjáningar mínar, með þínum eigin, fyrir þá náð að fá haldið heit mitt af trúfestu. Ljúfa hjarta Jesú, vertu ávallt ástin mín! Ljúfa hjarta Maríu, ver þú sáluhjálp mín.
Amen

Bæn Brautryðjenda - Pioneer (Tímabundið heit)

Til heiðurs hinu heilaga hjarta Jesú og með hjálp hinnar sælu Maríu meyjar, lofa ég að neyta engra áfrengra drykkja þangað til (dagsetning).
Amen.

Anima Christi

Sál Kristí, helga þú mig.
Hold Kristí, frelsa þú mig.
Blóð Kristí, örfa þú mig.
Vatnið úr síðu Kristí, lauga þú mig.
Písl Kristí, styrk þú mig.
Góði Jesús, bænheyr þú mig.
Fel þú mig í undum þínum.
Lát þú ekki skilja með okkur.
Vernda mig fyrir valdi óvinarins.
Kalla þú mig á dauðastundinni, og lát mig koma heim til þín, svo að ég geti lofað þig og vegsamað að eilífu með öllum helgum mönnum þínum.
Amen.

Að vekja von

Guð minn, ég vonast eftir náðinni og dýrðinni af þér, sakir fyrirheita þinna, mildi þinnar og máttar.
Amen.

Að vekja ást

Guð minn, ég elska þig af öllu hjarta, af því að þú ert fjarska góður, og fyrir sakir þín elska ég náunga minn eins og sjálfan mig.
Amen.

Að vekja iðrun

Guð minn, það hryggir mig mjög, að ég skuli hafa brotið við þig, því að þú ert fjarska góður, og ég ætla ekki að syndga framar.
Amen.

María, getin syndlaus

María, getin syndlaus, bið þú fyrir oss, sem á náðir þínar leitum.
Amen.

Til Heilags Anda

Kom þú, Heilagur Andi, og fyll hjörtu þinna trúuðu, og tendra í þeim eld kærleika þíns.
Send þú Anda þinn, og allir verða endurskapaðir, og þú endurnýjar ásjónu jarðar.
Vér skulum biðja.
Guð, þú hefur uppfrætt hjörtu hinna trúuðu með ljósi Heilags Anda.
Veit oss að njóta sannleikans í þeim sama Anda og gleðjast ávallt sakir huggunar hans.
Fyrir Krist, drottin vorn.
Amen.

Fyrir máltíð

Blessa þú oss, Drottinn, og þessar gjafir, sem vér þiggjum af mildri gæsku þinni.
Fyrir Krist, drottin vorn.
Amen.

Eftir máltíð

Almáttugi Guð, vér þökkum þér allar velgerðir þínar.
Þú sem lifir og ríkir um aldir alda.
Amen.

Fyrir framliðnum

Drottinn, veiti þeim hina eilífu hvíld, og hið eilífa ljós lýsi þeim.
Allir sálir trúaðra framliðinna hvíli í friði sakir miskunnar Guðs.
Amen.

Friðarbæn (Hl. Frans frá Assisi)

Drottinn, ger þú mig að farvegi friðar þíns, svo að ég færi kærleika þangað sem hatur er, fyrirgefningu þangað sem móðgun er, einingu þangað sem sundrung er, trú þangað sem efi er, sannleika þangað sem villa er, von þangað sem örvænting er, gleði þangað sem harmur er, ljós þangað sem skuggi er.
Veit þú, Drottinn, að ég sækist fremur eftir að hugga en láta huggast, skilja en njóta skilnings, elska en vera elskaður, því að okkur gefst ef við gefum, við finnum sjálf okkur ef við gleymum okkur sjálfum, okkur fyrirgefst ef við fyrirgefum og fyrir dauðann fæðumst við til eilífs lífs.
Amen.

Memorare

Mildiríka María mey, minnst þú þess, að aldrei hefur það komið fyrir, að nokkur maður hafi árangurslaust snúið sér til þín og ákallað hjálp þína og árnaðarbænir.
Til þín sný ég mér því með fullu trúnaðartrausti, móðir mín og meyjan öllum meyjum æðri; til þín kem ég, frammi fyrir þér stend ég, aumur syndari.
Móðir eilífa Orðsins, fyrirlít þú ekki bæn mína, heldur veit þú mér áheyrn og bænheyr mig.
Amen.
Bið þú fyrir oss, heilaga Guðsmóðir.
Svo að vér verðum makleg fyrirheita Krists.
Amen.

Engill Drottins

Engill Drottins flutti Maríu fagnaðarboðskapinn
og hún fékk getnað af Heilögum Anda.

Heil sért þú María .......

Sjá, ég er ambátt Drottins,
verði mér eftir orði þínu.

Heil sért þú María .......

Og Orðið varð hold
og bjó meðal vor.

Heil sért þú María .......

Bið þú fyrir oss, heilaga guðsmóðir; til þess að vér getum orðið verðug fyrirheita Krists.

Vér skulum biðja; Drottinn, vér höfum fyrir fagnaðarboðskap engilsins orðið þess vísari, að Sonur þinn er maður orðinn.
Vér biðjum þig, úthell náð þinni í hjörtu vor, svo að sakir milligöngu hinnar heilögu meyjar og fyrir þjáningar Krists og kross verðum vér leiddir til upprisu dýrðarinnar.
Fyrir Krist, drottin vorn.
Amen.

Regina Caeli

Fagna þú, drottning heimsins, allelúja, því að hann, sem þér veittist sú náð að ganga með, allelúja, hann er upprisinn, svo sem hann sagði, allelúja.
Bið þú Guð fyrir oss, allelúja.
Fagna þú og gleðst, heilaga María mey, allelúja, því að Drottinn er vissulega upprisinn, allelúja.
Vér skulum biðja: Guð, af miskunn þinni hefur þú látið upprisu Sonar þíns, Drottins vors Jesú Krists, verða heiminum til fagnaðar.
Unn oss þeirrar náðar, að sakir milligöngu hinnar heilögu meyjar, móðir hans, fáum vér að njóta fagnaðar eilífa lífsins.
Fyrir Krist Drottin vorn.
Amen.

Bæn um fyrirgefningu

Góði Drottinn Guð, ég ætla að gera eins og þú vilt og fyrirgefa öllum eins og þú fyrirgefur mér.
Góði Guð, fyrirgefðu líka öllum, hvar sem þeir eru og hvað, sem þeir hafa gert.
Láttu alla elska þig.
Amen.

Bæn Um Hina Sönnu Trú

Almáttugi Guð, ég bið þig auðmjúklega að upplýsa hugskot mitt og hræra hjarta mitt með gæsku þinni, svo að með sannri trú og kærleika megi ég lifa og deyja í hinni sönnu trú Jesú Krists.
Það er þessi trú, Guð minn, sem ég þrái af heilum hug að fylgja, til þess að bjarga sálu minni.
Þessvegna lýsi ég því yfir að ég skal lifa í þeirri trú, sem þú sýnir mér að sé rétt, hverju sem til þarf að kosta.
Það, sem ég verðskulda ekki, vænti ég að öðlast fyrir óendanlega miskunn þína.
Heilög María, öndvegi viskunnar, bið þú fyrir oss.
Amen.

Forn Bæn Fyrir Framliðnum

Ég bið fyrir öllum sálum, sem fram hafa farið af heiminum frá upphafi og minna bæna með þurfa.
Ég bið allsvaldandi Guð, að hann veiti þeim fyrirgefningu allra synda og gefi þeim eilífa hvíld og óþrjótandi ljós til efsta dags.
En á upprisudegi veiti hann allra vorra sálum óumræðilegan fögnuð með sjálfum sér og öllum himneskum hersveitum.
Amen.
Drottinn, veiti þeim hina eilífu hvíld, og hið eilífa ljós lýsi þeim.
Allir sálir trúaðra framliðinna hvíli í friði sakir miskunnar Guðs.
Amen.

Köllunarbæn

Ó himneski Jesú, þú kenndir okkur að biðja til Drottins uppskerunnar til að senda verkafólk til uppskerunnar.
Veittu kirkjunni í þessu biskupsdæmi og um allan heim, marga heilaga presta og nunnur.
Samkvæmt vilja þínum megi þau gefa hæfileika sína, krafta, kapp og kærleika til vegsemdar föður þínum, til þjónustu við aðra, og sáluhjálpar.
Ef að það mun þóknast þér að velja einhvern úr okkar fjölskyldu til að verða prestar eða nunnur, þá munum við þakka þér af öllu hjarta okkar, núna og alltaf.
Amen.

Trúarjátningin - Proféssio fídei

Ég trúi á einn Guð
Föður almáttugan, skapara himins og jarðar,
alls hins sýnilega og ósýnilega.
Og á einn Drottin Jesúm Krist,
Guðs son eingetinn
og af föðrunum fæddur fyrir allar aldir.
Guð af Guði, ljós af ljósi, sannan Guð af sönnum Guði,
getinn, ekki gjörðan, sameðlis Föðurnum;
sem hefur gjört allt.
Sem vor mannanna vegna og vegna sáluhjálpar vorrar
sté niður af himnum.
Og fyrir Heilagan Anda íklæddist holdi
af Maríu mey og gjörðist maður.
Hann var einnig krossfestur vor vegna undir valdi
Pontíusar Pílatusar, leið og var grafinn.
Og reis upp á þriðja degi samkvæmt ritningunum.
Sté upp til himna og situr Föðurnum til hægri handar.
Og mun koma aftur í dýrð,
til þess að dæma lifendur og dauða,
og á hans ríki mun enginn endir verða.
Og á Heilagan Anda, Drottin og lífgara,
Sem útgengur frá Föðurnum og Syninum,
og er tilbeðinn og dýrkaður ásamt Föðurnum og syninum,
og hefur talað fyrir munn spámannanna;
og á eina, heilaga, kaþólska og postulega kirkju.
Ég játa eina skírn til fyrirgefningar syndanna.
Og vænti upprisu dauðra,
og lífs um ókomnar aldir.
Amen.

Credo in unum Deum
Patrem omnipoténtem, factórum cæli et terræ,
visibílium ómnium et invisibílium.
Et in unum Dóminum Iesum Christum,
Fílium Dei unigénitum,
et ex Patre natum ante ómnia sæcula
Deum de Deo, Lumen de Lúmine, Deum verum de Deo vero,
génitum, non factum, consubstantiálem Patri;
per quem ómnia facta sunt.
qui propter nos hómines et propter nostram salútem
descéndit de cælis.
Et incarnátus est de Spíritu Sancto
ex María vírgine, et homo factus est.
Crucifíxus étiam pro nobis sub
Póntio Piláto, passus et sepúltus est.
Et resurréxit tértia die, secúndum Scriptúras.
Et ascéndit in cælum, sedet ad déxteram Patris,
et íterum ventúrus est cum glória,
iudicáre vivos et mortuos,
cuius regni non erit finis.
Et in Spíritum Sanctum, Dóminum et vivificántem:
qui ex Patre Filioque procédit,
qui cum Patre et Fílio simul adorátur et conglorificátur,
qui locútus est per prophétas;
et unam, sanctam, cathólicam et apostólicam Ecclésiam.
Confíteor unum baptísma in remissiónem peccatorum.
Et expécto resurrectiónem mortuórum,
et vitam ventúri sæculi.
Amen.

Dýrðarsöngur - Glória

Dýrð sé Guði í upphæðum,
og friður á jörðu með þeim mönnum, sem hafa góðan vilja.
Vér vegsömum þig.
Vér blessum þig.
Vér tilbiðjum þig.
Vér tignum þig.
Vér þökkum þér vegna mikillar dýrðar þinnar,
Drottinn Guð, himneskur konungur, Guð Faðir almáttugur,
Drottinn, Sonurinn eingetni, Jesús Kristur,
Drottinn Guð, lamb Guðs, Sonur Föðurins.
Þú sem ber burt syndir heimsins, miskunna þú oss.
Þú sem ber burt syndir heimsins, tak við bæn vorri.
Þú sem situr Föðurnum til hægri handar, miskunna þú oss.
Því að þú einn ert heilagur,
Þú einn Drottinn,
Þú einn æðstur, Jesús Kristur,
ásamt með Heilögum Anda í dýrð Guðs Föður.
Amen.

Glória in excélsis Deo
et in terra pax homníbus bonæ voluntátis.
Laudámus te,
benedícimus te,
adorámus te,
glorificámus te,
grátias ágimus tibi propter nagnam glóriam tuam,
Dómine Deus, Rex cæléstis, Deus Pater omnípotens.
Dómine Fili unigénite, Iesu Christe,
Dómine Deus, Agnus Dei, Fílius Patris.
Qui tollis peccáta mundi, miserére nobis.
Qui tollis peccáta mundi, súscipe depecatiónem nostram.
Qui sedas ad déxteram Patris, miserére nobis.
Quóniam tul solus Sanctus,
tu solus Dóminus,
tu solus Altíssimus, Iesu Christe,
cum Sancto Spíritu; in glória Dei Patris.
Amen.